|
Ég var að lesa bloggið hans Gústa (já hann heitir Þórgnýr en kallaður Gústi, það er saga að segja frá því ). Þar talar um það hvernig hann sá mig áður eð við byrjðum saman. Það er gaman að vita hvernig aðrir sjá mann. Ég hef í raun vitað af honum alla mína MH skólagöngu. Þannig var að ég kynntist þáverandi kærustu hans í Söngskólanum. Þegar hún uppgötvaði að ég væri MH spurði hún hvort ég þekkti ekki kærastann sinn. Ég fór að tjekka og mikið rétt, þarna var skondinn maður sem kallaður var Gústi. Ég hef alltaf sagt að örlögin verði til í strætó. Við heilsuðumst oft í strætó, töluðum saman á stoppistöðinni og settumst stundum saman í strætó. Svo byrjuðum við að vinna saman í Matsölunni, bara núna eftir jólin og ég komst að því að hann er nett hress náungi sem pælir í furðulegustu hlutum. Eins og sumir vita, þá á ég til að láta eins og hálfviti... þannig að stundum varð nokkuð fjör í matsölunni og ekki spillir að matsölukonan, hún Ellý, er forfallinn aulabrandaraaðdáandi. Þannig að hlátrasköll og fjör einkenna seinasta tíma á mánudögum í Matsölunni. Við ákváðum eftir einn útskriftartímann að fara og finna búð sem ég sagði honum frá og heitir Ramínosk...eða eitthvað... til að kaupa handa honum stílabók. Hún var lokuð vegna veikinda þannig að við gengum um í smá tíma. Við ákváðum að fara á listasafn Reykjavíkur og sjá Frost, því það er ókeypis fyrir námsmenn á mánudögum en þegar við komum þangað var búið að loka. Hann spurði hvort ég vildi kíkja á kaffihús en ég þurfti því miður að fara heim.
Þannig er að síðastliðin tvö ár hefur eitthvað gerst hjá mér í ástarmálunum um páskana, þannig að þetta er alveg í stíl!!
Hann bauð mér í afmælið sitt og sannfærði mig um að koma þangað eftir afmælið hennar Anniku en ekki fyrir. Ég tók Solveigu með en hún fór snemma. Ég dreif mig upp á loft og sá fólk sem ég þekkti og kom mér loks í að dansa. Mér finnst ekkert varið í að dansa nema ég sé með einhverjum sem ég þekki... ég komst þó í það mikið stuð þegar á leið að ég dansaði frá mér allt vit...eða þannig. Svo endaði ég uppi, eins og ég á til, með síðustu gestunum og þá bara bingó :P
Við erum ótrúlega líkir persónuleikar og það er svo gaman að tala við þennan mann. Það er alltaf eitthvað að segja og ef maður er að pæla eitthvað skrýtið þá segir maður það og það hefur hjálpað að vera í sms og msn sambandi síðan hann fór út á land. Já, tæknin er frábær!
skrifað af Runa Vala
kl: 12:58
|
|
|